Fann svo sárt til með manninum

Þegar fólk vegna aldurs hefur verið sett út af vinnumarkaði og tekur að glíma við að finna nýjan takt til að lifa í, gerist eitt og annað mismunandi ómerkilegt í tilveru þess til að byrja með. Sem dæmi, þá geta innkaupaferðir í matvöruverslanir, sem áður voru fremur leiðinleg nauðsynjaverk, orðið ríkuleg tilbreyting í hversdagsleikanum sem hægt er að fá talsvert út úr. Ef áhugi er á því.

Lesa áfram„Fann svo sárt til með manninum“