Með harðsperrur í heilanum

Ekki færri en þrjátíu og fimm stórmenni íslenskra bókmennta hafa tekið völdin í lestrarástunduninni síðustu dægrin. Hjá mér og Beinagrindinni. Eru nöfn sumra þeirra svo svakalega stór í huga manns að það er með talsverðu hiki að maður leggur í lesa greinar þeirra, staddur einn í húsi með beinagrind sem hefur hingað til ekki tileinkað sér bókmenntir að neinu viti.

Lesa áfram„Með harðsperrur í heilanum“