Sáðmenn í sjö bindum

Var að horfa á Kiljuna fyrir stundu. Það var skemmtilegur þáttur. Fjallað var um Steinar Sigurjónsson á flottan hátt. Hrós. Við Steinar áttum sjö eða átta bráðskemmtileg samtöl fáum árum fyrir andlát hans. Ræddum við bókmenntir, heimspeki og trúmál. Það var ákaflega skemmtilegt að ræða við hann. Við náðum vel saman og leið vel í samtölunum sem sum urðu verulega lengri en lagt var upp með.

Lesa áfram„Sáðmenn í sjö bindum“