Hvaða misseri eru það?

Þurfti að fara fyrir Beinagrindina í Heilsugæslustöð í morgun. Hún kemst ekki af án verkjalyfja eftir að sagað var inn í hrygginn á henni fyrr í vetur. Nú lærði ég hvað Guðlaugur heilbrigðisráðherra er flinkur og útsjónarsamur stjórnmálamaður. Til að börn fái þjónustu heilsugæslulæknis ókeypis, færði hann kostnaðinn einfaldlega yfir á eldri borgara. Flottara hefði mér þótt að færa kostnaðinn yfir á eftirlaun alþingismanna. Þar er nóg af peningum.

Lesa áfram„Hvaða misseri eru það?“