Brúðguminn í Flatey

Kvikmyndin er skemmtileg. En hún á ekkert sameiginlegt með Ívanov nema leikarana og leikstjórann. Ég hafði dregið það í lengstu lög að sjá myndina. Allir töluðu um að hún væri einskonar Tsjekhov. Hún er það ekki.

Hún er aftur á móti ágætt skemmtiefni, brandari þessa ágæta fólks sem gerði hana. Það er alltaf gaman að góðum bröndurum. En yfirleitt gleymir maður þeim fljótlega eftir að þeir hafa verið sagðir. Það er allt annað með brúðgumann í Þjóðleikhúsinu, Ívanov, eftir Anton Tsjekhov.

Ívanov er glæsilegt verk eins og ég sagði hér. Maður gleymir undirtóni þess ekki svo glatt né frábærum leik og uppsetningu, leikara og leikstjóra. Ég gleðst enn yfir sýningunni

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.