Amigos para siempre – Vinir að eilífu

Í fermingarveislu Bryndísar Margrétar Audibert í gær kom lítill hópur jafnaldra hennar og söng þrjú lög fyrir veislugesti. Það var ánægjulegt. Fyrsta lagið sem þær sungu var kunnuglegt þótt íslenski textinn væri það ekki.

Söngurinn kallaði fram þessa hlýju tilfinningu úr spánska textanum Amigo para siempre, Friends forever eða Vinir að eilífu. Einstaklega fallegt lag og texti. Amigo para siempre. Það er einmitt orðið um eilífðina sem hefur meira gildi í dag, föstudaginn langa. Meira en aðra daga. Að minnsta kosti hjá þeim sem trúa á Jesúm Krist og dvelja við orðin um þjáningu hans þessa daga.

Krossfesting

Kristur eftir El Greco

Þegar Kristur undirbjó lærisveinana undir brottför sína sagði hann einmitt: „Þér eruð vinir mínir,“ og „ …það er hið eilífa líf að þekkja […] þann sem þú (Guð) sendir, Jesúm Krist.“ Vinir að eilífu. Fólk hugleiðir orðin á þessum dögum, orðin sem lúta að krossfestingunni og friðþægingunni sem í henni fólst.

Fáni í hálfa stöng

Við eigum höfum ekki aðgang að fánastöng hér í Kópavoginum, en eigum minningu frá Litlatré frá í fyrra. Þar drógum við fána í hálfa stöng. Beinagrindin treysti sér ekki þangað um þessa páska og því látum við nægja minninguna með mynd og birtum hana hér.

Á Hauskúpuhæð

Einnig látum við fylgja mynd af krossunum þremur á Hauskúpuhæð. Mynd sem hefur fylgt okkur í um það bil fjörutíu ár.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.