Beinagrindin skellihló

Klukkan núll sex núll núll. Ásta helti á kaffi á meðan ég sótti blöðin niður í anddyri. Við höfum legið í þeim síðan. Þau eru auðvitað lík sjálfum sér. En Lesbókin lofar góðu. Þar er fullt efni sem gleður hjarta mitt. Enda komst ég að því rétt áðan að ég hafði tekið morgunlyfin mín til, en gleymt að innbyrða þau. Ég ætla að treina mér Lesbókina.

Svo allt í einu blandaði Beinagrindin sér í tilveruna. Við sátum við borðstofuborðið, hjónakornin, og lásum blöðin niðursokkin og drukkum kaffið okkar þegar Beinagrindin kvaddi sér hljóðs:
„Það viðrar vel í dag,“ sagði hún.
Ekkert svar.
„Það viðrar vel í dag,“ endurtók hún.
„Já.“
„Við ættum að fara í sveitina.“
„Sveitina?“
„Já. Það er svo langt síðan.“
„En þú hefur ekki treyst þér fyrir verkjum,“ sagði ég og lagði lófann yfir mynd af Steinari Sigurjónssyni.
„Ég vil láta reyna á það,“ sagði Beinagrindin.
Nú leit Ásta upp og sagði við Beinagrindina:
„Er þér alvara?“
„Já. Alveg.“
Ásta leit á mig og sagði:
„Þá förum við líka.“
„Gerum við það?“ spurði ég.
„Já.Við erum í meirihluta, ég og Beinagrindin.“
„Auðvitað. Ekki spyr ég að. Ég tek þá Lesbókina með og Engil tímans.“
„Þú getur tekið allt með þér sem þú villt,“ sagði Ásta.
„Allt í lagi. Allt í lagi. Við förum,“ sagði ég.
„Ég elska þig,“ sagði Ásta.
Beinagrindin skellihló og klappaði saman kjúkunum af fögnuði. Það er sérkennilegt hljóð.

2 svör við “Beinagrindin skellihló”

  1. Frænka mín í Texas, gaman að heyra frá þér. Þú ert dugleg að skrifa á íslensku. Bestu páskakveðjur til ykkar.
    Líka frá Beinagrindinni.

  2. Nú eru þið orðin 3,congratulations. beynagrindin bættist í fjöldskylduna, og mikið er hún skemtileg. The life of the party! og passar hún vel í hópin. Ég vil nú endilega heyra meiri sögur frá henni.

    kv Birna frænka

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.