Efnilegur hestamaður

Níu ára strákur, Eiríkur Eggertsson, var heiðraður á Ístöltmóti hjá Hestamannafélaginu Adam í Kjós í gær.

Foreldrar Eiríks, Eggert Páll Helgason og Ásta Jónsdóttir, sem búa í Laxárnesi í Kjós, tóku bæði þátt í mótinu en komust ekki í úrslit. Drengurinn, aðeins níu ára, var yngsti keppandinn og sá eini í sínum flokki, Húnaflokki. Var hann heiðraður fyrir vikið. Sjónvarpið kom á staðinn og tók viðtal við Eirík. Verður sýnt frá mótinu í sportþætti ríkissjónvarpsins annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 22:20.

Sjö ára hestamaður

Mamma Eiríks, Ásta Tóta, sendi okkur þessa mynd af Eiríki, stolt af sínum pilti. En það erum við líka þar sem hann er eitt af langafa og langömmu börnum okkar. Óskum við Eiríki og foreldrum hans til hamingju.

Eitt andsvar við „Efnilegur hestamaður“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.