Með kveðju til Geirs

Við fylgdumst með úrslitunum í sveitinni. Þar var kalt, norðaustan strekkingur og súld á milli. Hitinn aðeins ein gráða yfir nóttina. Grátt í fjöll í morgun. Útivist á lágmarki. Höfðum önglað saman fyrir skilti á litla kofann okkar og settum það upp til bráðabirgða. Síðar fær það viðeigandi frágang úti við lóðamörkin.

Lesa áfram„Með kveðju til Geirs“

Kjörtímabil hinna snauðu

Það hefur verið trú mín um langt árabil að gott kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins hafi að hluta til helgast af því að stjórnarandstöðuna hafi vantað nægilega traustvekjandi fólk í efstu sætin, því að þótt þar finnist pólitískar hetjur þá eru þær ekki í efstu sætunum. Því miður. Fyrir þessar kosningar hefur engin breyting orðið þar á.

Lesa áfram„Kjörtímabil hinna snauðu“

Örborgari

Örborgari er næsta stig fyrir neðan smáborgara. Fann út í gær að þar passa ég best. Ég versla í Bónus, nema grænmeti, les Moggann og Lesbók af ástríðu. Hlusta lítið á útvarp, helst þó rás 1. Kaupi aldrei tímarit. Tek afkomu fólks fram yfir landslag, Ligg í bókum flesta daga. Hef mikla ánægju af maka mínum. Er hægri krati í hjarta mínu og kýs Sjálfstæðisflokkinn. Hvar annarsstaðar gæti ég passað?

Mas í morgunsárið

Morgunstund okkar hjónanna við Horngluggann er einskonar sælgæti dagsins. Fyrir sálina. Þá ræðum við vinnuna hennar og vinnuleysið mitt, sem og dægurmál og áform um veru í sveitinni. Upplifum við gjarnan á þessum morgunfundum okkar þægilegan blæ vinsemdar sem andar inn í fylgsni hugans. Í morgun settumst við með kaffið klukkan liðlega sex.

Lesa áfram„Mas í morgunsárið“

Þá hvítnaði ég í framan

Hann var búinn með klippinguna. Tók til við að snyrta hausinn á mér og umhverfið. Klippti af augnbrúnunum og renndi síðan rakhnífnum niður aftan á hálsinum á mér. Eins gott að reita hann ekki til reiði, hugsaði ég. Hann ræddi stjórnmál. Ég sagðist hafa kosið í gær og það væri ekkert hægt að hafa áhrif á mig. Svo fór hann að ræða muninn á Davíð og Geir.

Lesa áfram„Þá hvítnaði ég í framan“

Fólk í sleik

Fór á skrifstofu sýslumanns í morgun og kaus. Það er talsverður léttir að vera búinn að því. Mér var boðið sæti. Tvennt beið þegar ég kom á staðinn. Ég settist á milli þeirra. Hægramegin við mig sat glæsileg ung kona, flott í tauinu og vextinum og allt, vinstramegin tiltölulega venjulegur karl. Þau þóttust vera á kafi í blöðum sem lágu frammi.

Lesa áfram„Fólk í sleik“

Týndu orðin

Þau heyrast eiginlega aldrei. Það er alveg sama á hvaða stjórnmálamenn maður hlustar. Það er eins og þau hafi aldrei verið til. Það er talað um umhverfi. Sá konu nýlega, konu sem er í framboði, fórna höndum og fella tár yfir týndri þúfu á austurlandi. Þúfu sem drukknaði. Þá hrapaði konan um áttatíu stig í huga mínum. Eins og ég hafði verið skotin í konunni.

Lesa áfram„Týndu orðin“

Helgi og Hannes – tár

Það er ekki oft sem félagarnir klæðast öðru en sínum hversdagslegu fötum. Fötum sem hafa dugað þeim um langt árabil og lagað sig að líkama þeirra og persónu á undraverðan hátt. Þegar Helgi kom að bekknum sat Hannes þar fyrir í svörtum fötum og svörtum glansandi skóm.

Lesa áfram„Helgi og Hannes – tár“