Tveggja peysu veður og annarra manna harðsperrur

Við tókum þannig til orða strákarnir þegar við vorum enn ungir menn og störfin voru utandyra á þorra og góu, lýstum kuldanum sem tveggja peysu veðri og allir skildu hvað átt var við. Veðrið í Borgarfirðinum var þannig síðustu viku, og ekki bara þá heldur hefur það verið þannig allan maí að heita má og bændur ekki getað hleypt lambánum út á tún.

Lesa áfram„Tveggja peysu veður og annarra manna harðsperrur“

Veðrabrigði – geðbrigði

Það má til sannsvegar færa að veðrið á okkar blessaða landi hafi mótandi áhrif á sálarlíf landsmanna. Og því upplifi margir lægðir og hæðir í huga sínum og sálarlífi. Sagt hefur verið að einn dagur á Íslandi sýni, þegar örlætið er mest, allar tegundir veðurs frá morgni til kvölds og stundum tvær eða þrjár umferðir.

Lesa áfram„Veðrabrigði – geðbrigði“

Morgunn með nýrri ríkisstjórn

Það blasir við að Morgunblaðið er eina dagblaðið sem kann að hanna forsíðu sem svarar blaðalesendum um tíðindi stjórnmálanna frá deginum í gær. Morgunblaðið er jú eina alvöru dagblaðið á Íslandi. En í fregnum af nýrri ríkisstjórn er fátt spennandi að hafa. Að sjálfsögðu eru þau Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún sjálfkjörin sem fyrirliðar sinna flokka. Annað vekur enga sérstaka gleði, nema endurkoma Jóhönnu Sigurðardóttur.

Lesa áfram„Morgunn með nýrri ríkisstjórn“

Hverju svaraði presturinn?

A var karlmaður frá móðurkviði. Kominn að tvítugu giftist hann og eignaðist tvö dásamleg börn með eiginkonu sinni. Tíu árum síðar kom hann fram og sagðist ekki geta leikið karlmann lengur, hann væri einfaldlega kona í líkama karls. Og hann skildi við eiginkonu sína. Svo fór hann í kynskiptaaðgerð og gerðist kona með öllu.

Lesa áfram„Hverju svaraði presturinn?“

Þingvallastjórn og hörmungar á Flateyri

Átakanlegustu tíðindin koma frá Flateyri þessa dagana. Yfir hundrað manns missa atvinnu og afkomu. Líklegt er að ekki færri en tvöhundruð manns muni líða skort og skelfingu af þeim sökum. Engar tekjur, afborganir í vanskil, reikningar safnast upp. Að síðustu ekki til fyrir daglegum þörfum barna og mat þrýtur. Ástandið er í einu orði sagt hörmulegt.

Lesa áfram„Þingvallastjórn og hörmungar á Flateyri“

Bók sem ekki verður lesin, heldur einungis lesin aftur

Þetta er merkileg setning. Hún er sögð um hina margrómuðu bók Ódysseif eftir James Joyce. Ég er að lesa hana aftur. Á fullt í fangi með að halda mér við efnið samt. Það var þó miklu verra í fyrra skiptið. Hugurinn, þetta gufukennda fyrirbæri, vill þvælast frá mér út um víðan völl og þarf ég aftur og aftur að grípa í taumana, beislistaumana, til að aga hann.

Lesa áfram„Bók sem ekki verður lesin, heldur einungis lesin aftur“