Týndu orðin

Þau heyrast eiginlega aldrei. Það er alveg sama á hvaða stjórnmálamenn maður hlustar. Það er eins og þau hafi aldrei verið til. Það er talað um umhverfi. Sá konu nýlega, konu sem er í framboði, fórna höndum og fella tár yfir týndri þúfu á austurlandi. Þúfu sem drukknaði. Þá hrapaði konan um áttatíu stig í huga mínum. Eins og ég hafði verið skotin í konunni.

Lesa áfram„Týndu orðin“

Helgi og Hannes – tár

Það er ekki oft sem félagarnir klæðast öðru en sínum hversdagslegu fötum. Fötum sem hafa dugað þeim um langt árabil og lagað sig að líkama þeirra og persónu á undraverðan hátt. Þegar Helgi kom að bekknum sat Hannes þar fyrir í svörtum fötum og svörtum glansandi skóm.

Lesa áfram„Helgi og Hannes – tár“