Fólk í sleik

Fór á skrifstofu sýslumanns í morgun og kaus. Það er talsverður léttir að vera búinn að því. Mér var boðið sæti. Tvennt beið þegar ég kom á staðinn. Ég settist á milli þeirra. Hægramegin við mig sat glæsileg ung kona, flott í tauinu og vextinum og allt, vinstramegin tiltölulega venjulegur karl. Þau þóttust vera á kafi í blöðum sem lágu frammi.

Lesa áfram„Fólk í sleik“