Morgunorð og morgunbæn, á rás eitt, þessa dagana eru ákaflega vel samin og flutt af séra Hreini Hákonarsyni, fangapresti. Hér við Horngluggann hlustum við hjónin svo til alltaf á morgunbænina kl. 06:50 með eftirvæntingu, í þeirri von að heyra tón sem snertir hjörtu okkar. Einhvern veginn eru það ekki margir sem koma orðinu frá sér á þann veg.
Fjölmiðlarnir og gáskinn
Vonandi tekst Blaðinu að auka svo sjálfstraust sitt að venjulegt fólk hlakki til að sækja það niður í anddyri. Fréttablaðið er aftur á móti þannig að manni er alveg sama þótt það komi ekki. Reikna má með að ritstjórnir blaða hafi komið sér upp vissum markhópi inni í hausnum á sér og velji eða hafni efni í blað dagsins með hann í huga. Áríðandi hlýtur að vera að komast hjá of löngum meðgöngutíma svo að innvolsið verði ekki að
steinbarni.
Bjargráð á björtum degi
Eftirfarandi er látin í té til heilsubótar í sólskini:
Fjórar mínútur í Byko
Þetta var á föstudaginn. Síðastliðinn. Fyrir morgunkaffi. Við vorum á leið í Borgarfjörðinn, hjónin. Hún hafði unnið daginn af sér. Allt var tilbúið til brottferðar og kerran tengd aftan í gamla bílinn okkar. Ætlunin var að taka fimm poka af staurasteypu með í sveitina. Til þess að fá hana þurftum við í Byko. Hún var uppseld í versluninni svo að okkur var vísað í timbursöluna.
Hjálpar þetta?
…..
fleiri þó við ötlum
farið hafi úr pjötlum
í Kötlum.
Heillandi blómaheimur
Við komum við í Garðplöntusölunni Borg, í Hveragerði, í gærkvöldi. Og heilluðumst gjörsamlega af þeirri undursamlegu litadýrð blómanna hjá því ágætisfólki sem stöðina annast. Orðlaus og heillaður gekk ég um með myndavélina og reyndi að taka áhrifin með mér heim á meðan Ásta keypti nokkrar stjúpur til að setja á leiði ástvina okkar í Stórólfshvolskirkjugarði i Hvolhreppi.
Hver orti?
Ef ég væri karlinn í tunglinu
mundi ég gretta mig
framan í bísperrt mannkertin
niðri á jörðunni
og kalla byrstur til þeirra
strax í nótt:
hugsið þið um ykkur sjálf
og látið mig í friði.
Í nýju flugstöðinni í Keflavík
Hávær hlátur fjórmenninga fékk manninn sem strauk gólfin með moppunni til að líta upp og til þeirra. Þeir sátu þarna fjórir saman, frjálsir í fasi og raddstyrk. Hölluðu sér aftur á bak í stólunum og fyrir framan þá á borðinu voru gosflöskur og kaffibolli. Mikil sjálfsánægja geislaði af þeim. Sá í teinóttu fötunum spurði hina hvað ætti að gera um helgina. Menn litu hver á annan. Sá fyrsti sagði:
Hvað og hver?
Et toute langue
Est étrangère
Flett upp í farangrinum
Í fyrsta lagi útbjó ég grænmetissalat. Reif niður salatblöð og iceberg, skar í sundur blá vínber og hálfa appelsínu í litla bita. Hrærði milda dressingu til að setja út á. Þvínæst var það humarsúpan hennar Ástu, en Ásta andvarpar alltaf þegar þessi súpa er á boðstólum og því veruleg ánægja að bjóða hana. Heimabakað naanbrauð og smjörklípa með.