Í nýju flugstöðinni í Keflavík

Hávær hlátur fjórmenninga fékk manninn sem strauk gólfin með moppunni til að líta upp og til þeirra. Þeir sátu þarna fjórir saman, frjálsir í fasi og raddstyrk. Hölluðu sér aftur á bak í stólunum og fyrir framan þá á borðinu voru gosflöskur og kaffibolli. Mikil sjálfsánægja geislaði af þeim. Sá í teinóttu fötunum spurði hina hvað ætti að gera um helgina. Menn litu hver á annan. Sá fyrsti sagði:

Lesa áfram„Í nýju flugstöðinni í Keflavík“