Flett upp í farangrinum

Í fyrsta lagi útbjó ég grænmetissalat. Reif niður salatblöð og iceberg, skar í sundur blá vínber og hálfa appelsínu í litla bita. Hrærði milda dressingu til að setja út á. Þvínæst var það humarsúpan hennar Ástu, en Ásta andvarpar alltaf þegar þessi súpa er á boðstólum og því veruleg ánægja að bjóða hana. Heimabakað naanbrauð og smjörklípa með.

Lesa áfram„Flett upp í farangrinum“