Klukkan sex fimmtíu

Morgunorð og morgunbæn, á rás eitt, þessa dagana eru ákaflega vel samin og flutt af séra Hreini Hákonarsyni, fangapresti. Hér við Horngluggann hlustum við hjónin svo til alltaf á morgunbænina kl. 06:50 með eftirvæntingu, í þeirri von að heyra tón sem snertir hjörtu okkar. Einhvern veginn eru það ekki margir sem koma orðinu frá sér á þann veg.

Lesa áfram„Klukkan sex fimmtíu“