Heillandi blómaheimur

Við komum við í Garðplöntusölunni Borg, í Hveragerði, í gærkvöldi. Og heilluðumst gjörsamlega af þeirri undursamlegu litadýrð blómanna hjá því ágætisfólki sem stöðina annast. Orðlaus og heillaður gekk ég um með myndavélina og reyndi að taka áhrifin með mér heim á meðan Ásta keypti nokkrar stjúpur til að setja á leiði ástvina okkar í Stórólfshvolskirkjugarði i Hvolhreppi.

Lesa áfram„Heillandi blómaheimur“