Heillandi blómaheimur

Við komum við í Garðplöntusölunni Borg, í Hveragerði, í gærkvöldi. Og heilluðumst gjörsamlega af þeirri undursamlegu litadýrð blómanna hjá því ágætisfólki sem stöðina annast. Orðlaus og heillaður gekk ég um með myndavélina og reyndi að taka áhrifin með mér heim á meðan Ásta keypti nokkrar stjúpur til að setja á leiði ástvina okkar í Stórólfshvolskirkjugarði i Hvolhreppi.

Ég geri nú tilraun til að miðla einhverju af áhrifunum hér á síðunni en bið fólk að afsaka að ég gaf mér ekki tíma til að skrifa niður nöfn blómanna. Aftur á móti vil ég undirstrika að þetta var í Garðplöntusölunni Borg, Þelamörk 54, í Hveragerði. Hvet ég fólk sem leið á austur fyrir fjall til að leggja lykkju á leið sína og skoða töfrana. Stöðin lætur ekki mikið yfir sér að utan en því meiri verður gleði manns þegar inn er komið. Gjörsamlega heillandi heimur.

Því er og við að bæta að verðin eru svo hagstæð, miðað við verðin á höfuðborgarsvæðinu, að mismunurinn stendur vel undir kostnaðinum við ferð austur fyrir fjall.

Smelltu á myndirnar, þá færðu stærra eintak.

Að síðustu fylgir hér mynd af blómarós staðarins: Elskulegt væri, ef hún eða aðrir sem þekkja blómin, settu nöfn þeirra í athugasemdadálkinn með númerum frá 1 til 11. Yrði ég þakklátur fyrir það.

2 svör við “Heillandi blómaheimur”

  1. Þar sem ég þurfti að setja myndirnar inn aftur eftir breytingar heimasíðunni, gætu nöfn myndanna hafa ruglast. Bið ég þá sem betur vita um að leiðrétta með athugasemd.

  2. 1 skógarmalva
    2 fúksía – blóðdropar Krists
    3 hengibrúðarauga
    4 bleika blómið er borgardís það bláa er bláhnoða
    5 borgardís 2 litir og rauða í miðjunni er glæsisalvía
    6 dahlíur fremmst og gul og órans stórblómstrandi flauelsblóm
    7 dahlíur
    8 kúlukaktusar
    9 blómabreiða
    10 hengipelargonía
    11 fúksía – blóðdropar Krists
    þökkum kærlaga myndirnar og hrósið
    kveðja frá Borg

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.