Saluti a Roma

Var á útleið úr Nettó í Mjódd. Hafði póstlagt mannakorn til frænku minnar í Texas og keypt ýsuflak í leiðinni. Skoðaði svo nýju bók Þorsteins Þorsteinssonar um Sigfús Daðason í Eymundson. Hún kostar 2990. Ég átti ekki fyrir henni. En kominn út á planið utan við verslanakjarnann, þetta var um hádegisbil, stansar bifreið við tærnar á mér og útlendur maður á miðjum aldrei skrúfar niður rúðuna og spyr gleiðbrosandi: „Do you speak english.“

Lesa áfram„Saluti a Roma“

Hraustir menn

Vinnuhópurinn samanstóð af verkamönnum, járnsmiðum og rafvirkjum. Við höfðum tekið stóru steypustöðina í Búrfelli niður og flutt hana upp í Vatnsfell. Þetta var átakavinna sem krafðist duglegra samstilltra manna. Að þessu komu einnig stór bílkrani frá Landsvirkjun og trailerar frá verktakanum. Það var tignarleg sjón að sjá þá aka í röð með þessi ferlíki á vögnunum, steypustöðina í hlutum og sílóin. Líkast geimskutluflutningum.

Lesa áfram„Hraustir menn“