Andvari ástarinnar

Nú er hlýtt
og það rignir
við stefnum í sveitina
eftir vinnu
að venju.

Við einbeitum okkur að ræktun „…en maður verður að rækta garðinn sinn.“ svaraði Birtíngur. Það er tuggin setning. En sönn. Nær bæði til moldar og huga. Garðinn. Rækta. Gróðursetja. Hlúa að. Næra.

Verðum ekkert við tölvu. Blátannartenging er okur. Eins og svo margt af græðginnar gráðugu brautum. Kaupum frekar plöntur eða bækur. Margar góðar um þessar mundir. Í bökkum. Í kiljum.

Skil eftir tvær spurningar til vinveittra. Til gamans:

1.
Eftir hvern er ljóðið Hríslan og lækurinn?

2.
Á hvaða hóteli gistu þau, David og Catherina, í bókinni
The Garden of Eden, eftir Ernest Hemingway,
þegar þau dvöldu í París?

Óska ég lesendum síðunnar, svo og öðru fólki öllu, ánægjulegrar helgar í hlýju vorregni og andvara ástarinnar.

4 svör við “Andvari ástarinnar”

 1. Bið afsökunar á fljótfærni minni. Skrifaði París í stað Frakklandi. Rétt svar er le Grau du Roi.
  Og auðvitað Páll Ólafsson.

 2. 1) Páll Ólafsson.
  2) Voru þau í París? Voru þau ekki á suðurströndinni (Cannes, Provence, le Grau de Roi) og á Spáni?

 3. Góða ferð og góða helgi elsku fólkið mitt.
  Hef sjálfur verið lítið tré í ykkar garði.

  Og af því að ég er „víðlesinn“, var ekki hrísla
  og lækur fyrir utan hótelið hjá Dabba og Kötu?

  Kveðja Nonni Gils.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.