Ég hafði eignast nákomna vini

„Þegar ég var sjö ára gaf frænka mín mér David Copperfield eftir Charles Dickens. Þegar ég hafði lesið nokkra stund var komið að mér hágrátandi uppi í stiga. Þá var David búinn að missa mömmu sína. Þetta var víst svokölluð innlifun. Ég hafði eignast nákomna vini við lestur þessarar bókar, þar á meðal David sjálfan, Betsy frænku hans og vinnukonuna Pegotty.“

Lesa áfram„Ég hafði eignast nákomna vini“

Þrír dagar í París V

Þriðja og síðasta daginn skoðuðum við Sigurbogann og gáfum okkur góðan tíma til að lulla þaðan og niður eftir Champs-Elysées. Við stönsuðum oft og skoðuðum staði, skoðuðum fólk sem sat á útikaffihúsum og spjallaði og slæptist. Ég álpaðist út á miðja breiðgötuna og stóð þar með myndavélina þegar umferðarófreskjan trylltist á grænu ljósi og loftstraumurinn var nærri búinn að feykja mér um koll.

Lesa áfram„Þrír dagar í París V“

Þrír dagar í París IV

„Hver sem í æsku átti því láni að fagna að ílendast í París um skeið, hann mun sanna að hvar sem leiðir liggja síðan er París í för með honum einsog veisla í farangrinum.“ Þessi orð eru skráð á titilsíðu bókarinnar Veisla í farangrinum og sögð eftir Hemingway í bréfi til vinar. Bókin hefur orðið mörgum Íslendingum sérlegt ánægjuefni og einskonar leiðsögubók um París. Það var hún okkur einnig og undir áhrifum hennar eyddum við þessum dögum.

Lesa áfram„Þrír dagar í París IV“

Þrír dagar í París III

Eftir upplifunina í hinni miklu kirkju Notre Dame og spjall og samræður um Esmeröldu og Quasimodo, persónur Victors Hugos í Maríukirkjunni, ákváðum við að eiga þægilegt kvöld þennan fyrsta dag okkar í París og njóta þess að anda að okkur stemningu aldanna sem allstaðar er að finna á bökkum Signu.

Lesa áfram„Þrír dagar í París III“

Þrír dagar í París II

Við höldum áfram með upprifjunina frá Parísarferðinni. Við lestur hinnar sígildu skáldsögu meistara Victors Hugo, Maríukirkjan, á yngri árum má segja að dulin löngun til að koma á slóðir sögunnar hafi búið um sig í huga lesendans og lifað þar allar götur síðan. Sama má segja um Vesalingana eftir sama höfund. Þetta eru stórkostlegar, sígildar bækur sem allir ættu að lesa. Þær vekja samkennd með þolendum óréttlætis og söguslóðir þeirra verða hluti af lífi manns.

Lesa áfram„Þrír dagar í París II“

Þrír dagar í París I

Í framhald af pistli gærdagsins þar sem ég nefndi ferð okkar Ástu til Parísar fyrir tæpum tuttugu árum, fletti ég upp í gömlum gögnum um ferðina. Í framhaldi ákvað ég að endurbirta búta úr ferðasögunni okkur Ástu til upprifjunar og öðrum til fróðleiks og vonandi nokkurrar ánægju. Birtist fyrsti pistillinn í dag. Þá er stefnt að því að koma upp myndasafni sem gerir kleift að skoða myndir frá ýmsum tækifærum.

Lesa áfram„Þrír dagar í París I“

Veislur í farangrinum

Þetta var í gærmorgun. Við áttum stefnumót um hádegið. Hann hafði frestað því um viku vegna ferðalaga erlendis. Það lá því beinast við að spyrja hvert hann hefði farið.
„Til Bandaríkjanna,“ sagði hann, „Key West meðal annars.“
„Key West?“ sagði ég og rak upp stór augu og spurði hvort hann vissi eitthvað um Hemingway.
„Það er nú líkast til,“ sagði hann, „hef komið í safnið hans tvisvar.“

Lesa áfram„Veislur í farangrinum“

Fjórar stjörnur til RÚV

Fyrsta stjarna: Rás eitt á Ríkisútvarpinu var með ánægjulegra móti í morgun. Fram að níu fréttum var leikin tónlist eftir Isabellu Leonarda. Stórsöngvararnir Loredana Bacchetta og Luca Ferracio sungu með hljómsveit Dómkirkjunnar i Novara. Fögur tónlist og fagur söngur sem hreif mann að nýju til fegurðarinnar, eftir brímatilburði Silvíu Nóttar (Nætur??) kvöldið áður í sjónvarpinu sem skyggði á besta lag sirkussins, Þér við hlið, sem Regína Ósk flutti.

Lesa áfram„Fjórar stjörnur til RÚV“

Að hugsa sjálfstætt

„Svar er einskisvirði nema maður hafi fengið það með því að hugsa sjálfur.“ Þannig svaraði Myles Burnyeat, einn fremsti Platonsérfræðingur í hinum enskumælandi heimi, útvarps- og sjónvarpsmanninum Bryan Magee, þegar sá síðarnefndi ræddi við hann.“

Lesa áfram„Að hugsa sjálfstætt“

Einu sinni var krati

Auður og völd. Fjölmiðlafólk sér til þess að umræða um þessa tvo þætti tilverunnar hljóma í tíma og ótíma. Fjármál og stjórnmál. Velti því stundum fyrir mér hvað valdi. Finnst líklegt að aðstandendur þessara þátta séu duglegri en aðrir við að koma sér á framfæri við fjölmiðlana. Eiga væntanlega mikið undir því komið að ráða litnum á umræðunni. Þegar hæst lætur er því líkast að allir Íslendingar séu annað af tvennu, milljarðamæringar eða stjórnmálahetjur.

Lesa áfram„Einu sinni var krati“