Ég hafði eignast nákomna vini

„Þegar ég var sjö ára gaf frænka mín mér David Copperfield eftir Charles Dickens. Þegar ég hafði lesið nokkra stund var komið að mér hágrátandi uppi í stiga. Þá var David búinn að missa mömmu sína. Þetta var víst svokölluð innlifun. Ég hafði eignast nákomna vini við lestur þessarar bókar, þar á meðal David sjálfan, Betsy frænku hans og vinnukonuna Pegotty.“

Lesa áfram„Ég hafði eignast nákomna vini“