Fjórar stjörnur til RÚV

Fyrsta stjarna: Rás eitt á Ríkisútvarpinu var með ánægjulegra móti í morgun. Fram að níu fréttum var leikin tónlist eftir Isabellu Leonarda. Stórsöngvararnir Loredana Bacchetta og Luca Ferracio sungu með hljómsveit Dómkirkjunnar i Novara. Fögur tónlist og fagur söngur sem hreif mann að nýju til fegurðarinnar, eftir brímatilburði Silvíu Nóttar (Nætur??) kvöldið áður í sjónvarpinu sem skyggði á besta lag sirkussins, Þér við hlið, sem Regína Ósk flutti.

Lesa áfram„Fjórar stjörnur til RÚV“