Veislur í farangrinum

Þetta var í gærmorgun. Við áttum stefnumót um hádegið. Hann hafði frestað því um viku vegna ferðalaga erlendis. Það lá því beinast við að spyrja hvert hann hefði farið.
„Til Bandaríkjanna,“ sagði hann, „Key West meðal annars.“
„Key West?“ sagði ég og rak upp stór augu og spurði hvort hann vissi eitthvað um Hemingway.
„Það er nú líkast til,“ sagði hann, „hef komið í safnið hans tvisvar.“

Lesa áfram„Veislur í farangrinum“