Prófessor, prestur og smávaxin kona

Það var fjölmennt í erfidrykkjunni. Salurinn þéttskipaður. Fólk settist við borðin og þáði veitingar. Til að byrja með var kyrrð yfir en síðan tók fólk að lyfta huganum og ræða saman. Eftir nokkurn tíma fylltist salurinn af klið mannamáls. Fólk tók að færa sig á milli borða til að heilsa ættmennum og kunningjum eða safnaðist í hópa. Aftur og aftur heyrðist setning eins og „fólk hittist ekki nema þegar einhver í fjölskyldunni fellur frá.“

Lesa áfram„Prófessor, prestur og smávaxin kona“