Þrír dagar í París V

Þriðja og síðasta daginn skoðuðum við Sigurbogann og gáfum okkur góðan tíma til að lulla þaðan og niður eftir Champs-Elysées. Við stönsuðum oft og skoðuðum staði, skoðuðum fólk sem sat á útikaffihúsum og spjallaði og slæptist. Ég álpaðist út á miðja breiðgötuna og stóð þar með myndavélina þegar umferðarófreskjan trylltist á grænu ljósi og loftstraumurinn var nærri búinn að feykja mér um koll.

Lesa áfram„Þrír dagar í París V“