Hagalagðar

Afi minn hét Steinn. Hann var Þórðarson. Afi bjó á Kirkjulæk. Þegar ég var lítill drengur var ég stundum í sveit hjá afa og ömmu. Amma hét Sigurbjörg. Afi kallaði hana alltaf Siggu. Yfir sauðburðinn fékk ég stundum að fara með afa til kinda. Hann var með staf og náði nýfæddu lömbunum með því að krækja fyrir hálsinn á þeim. Svo markaði hann þau.

Lesa áfram„Hagalagðar“

Einsemd Íslands

Það hljóta að vera ástæður fyrir því hvers vegna Íslendingar virðast svo átakanlega vinafáir meðal þjóðanna þessar vikurnar. Og eitthvað sem því veldur. Djúpt inni í hausnum á manni liggja minningar um að þeir hafi oftar verið naumir á framlög til alþjóðamála og samskipti þeirra við aðrar þjóðir fremur einkennst af sterkum vilja til að þiggja fremur en að gefa.

Lesa áfram„Einsemd Íslands“

Eggjakast eða vitsmunir

Ekki finnst mér líklegt að pilturinn sem dró Baugsfánann að húni á Alþingishúsinu sé með klárar hugmyndir um hvernig leysa megi vandann sem þjóðin er í. Ekki finnst mér heldur líklegt að fólkið sem kastaði eggjum sem ákafast í Alþingishúsið á laugardaginn sé með á hreinu hvernig leysa skuli vandann.

Lesa áfram„Eggjakast eða vitsmunir“

Fundið fé á krepputímum

„Nú sem við erum staddir bakvið leiti, þá veltur sá fróðleikur upp úr einum í hópnum, að hver maður sem fari yfir girðingu af þessu tagi verði sekur um tíu krónur […] Meðþví nú glæpur þessi bar í sér alla þá lokkun sem fylgir fjárglæfrum, tókum við okkur til allir saman og fórum að hoppa yfir gaddavír.[…]

Lesa áfram„Fundið fé á krepputímum“