Einsemd Íslands

Það hljóta að vera ástæður fyrir því hvers vegna Íslendingar virðast svo átakanlega vinafáir meðal þjóðanna þessar vikurnar. Og eitthvað sem því veldur. Djúpt inni í hausnum á manni liggja minningar um að þeir hafi oftar verið naumir á framlög til alþjóðamála og samskipti þeirra við aðrar þjóðir fremur einkennst af sterkum vilja til að þiggja fremur en að gefa.

Við vangaveltur um þessi mál kemur upp í hugann bókin Hundrað ára einsemd, eftir Gabriel Garcia Marques. Í eftirmála við hana segir þýðandi hennar, Guðbergur Bergsson, meðal annars:

„Hundrað ára einsemd er lokaður heimur, hringlaga eins og tíminn og „hið eilífa afturhvarf“. Þess vagna varð það sem varast vann í upphafi að koma yfir Búendíann í lokin, að loknu því syndaflóði velmegunarinnar sem fylgir uppgripum og arðráni kanans.“

Og síðar:
„Þannig endar saga hrokans sem breytist í einsemd ef maðurinn reynir að þenja sig út fyrir takmörk sín og færist of mikið í fang og fellur.“

Það er merkilegt hvernig löngu lesnar bækur minna á sig við mismunandi veðurskilyrði.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.