Jólafasta í skugga kreppu

Það er einskonar hátíðisdagur hjá mér í dag. Frú Ásta er að setja jólin upp í fimmtugasta sinn í lífi okkar. Henni hefur alltaf tekist að fá hýbýlin til að ljóma um jól. Hvar sem við vorum stödd í tilverunni. Snauð eða minna snauð. Við vorum aldrei rík. Erum ekki rík. Hún tapaði einhverjum krónum í matador víkinganna. Ég átti engar.

Lesa áfram„Jólafasta í skugga kreppu“