Kosningar strax – Og hvað svo?

Háværar raddir eru uppi um að ríkisstjórnin segir af sér og kosið verði strax. Vafalítið byggist krafan á því hve hægt og illa gengur hjá núverandi stjórnendum að finna leið út úr vandanum sem steðjar að þjóðinni og virðist stefna inn í niðamyrkur.

En hvað svo? Er einhversstaðar annað fólk sem getur leyst úr vandanum með hraði? Ekki hef ég heyrt einn einasta þingmann stjórnarandstöðunnar nefna tillögur sem líklegar eru til að koma að gagni. Þeir hrópa einfaldlega: „Burt með ríkisstjórnina. Kosningar strax.“

Að sjálfsögðu hafa þeir verulegt vit á því sem ríkisstjórnin gerir illa og gagnrýna hana ákaflega. En það er svo einfalt að gagnrýna og finna að. Það geta allir. Og hvort sem það voru 2000 eða 4000 eða 6000 þúsund manns á Austurvelli síðastliðinn laugardag, og hversu þétt sem skjaldborgin hefur verið um Alþingishúsið í gær, þá hafa hvergi komið fram trúverðugar tillögur um aðferðir til að leysa vandann.

Hefði ekki verið þægilegra ef „kosningar strax“ ættu að fara fram, að kjósendur vissu að í framboði væri fólk sem kynni betri ráð en þau sem unnið er eftir núna. Og þótt verulegur almennur kvíði sé fyrir því að þessari ríkisstjórn takist ekki vel, væri æskilegt að fá að vita hvað nýir menn ætluðu að gera til þess að skynsamlegt væri að kjósa þá.

Það er ekkert sérlega auðvelt fyrir einfaldar sálir að skilgreina þessi mál og hróp og köll hjálpa ekki hætis hót. Þess vegna hangir þessi spurning yfir:
Kosningar strax. Og hvað svo? Ný óvissa?

2 svör við “Kosningar strax – Og hvað svo?”

  1. Ágæti Ragnar.
    Skarpskyggni þín er aðdáunarverð.
    Ég þakka fyrir athugasemdina.

  2. Þú ert nú verulega veruleikafyrrtur – ja ég mundi segja vitalus líka ef það væri ekki dónalegt. Stjórnarandstaðan hefur boðið fram aðstoð og þegar hún var ekki þegin var ákveðið að halda sig til hlés til að trufla ekki björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar! Hvernig hafa þær aðgerðir gengið? Nánast ekkert og við erum gjaldþrota og rúin öllu trausti okkar vinaþjóða sem sjá ósómann og svínaríið hér og vilja ekki rétta okkur litla fingur! Þær hafa hins vegar ekki sagt styggðaryrði út í ríkisstjórnina enn og það má leggja þeim til lasts því „sá er vinur er til vamms segir“. Þarna kemur líka sama leyndin upp eins og bankaleyndin – það liggur við að fara megi með allt þjóðfélagið til fjandans ef það er gert í krafti milliríkja- eða bankaleyndar!
    Kosningar strax – þá er engin óvissa heldur aðgerðir!

    Ragnar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.