Hvað ef Bretarnir hertaka Ísland?

Hvað ef Bretarnir senda flugvélaflota í verndarskyni, hafa þá hlaðna innrása sérfræðingum, fara í skoðunarferð til Reykjavíkur, taka alla ráðherra ríkisstjórnarinnar fasta, flytja þá til Englands með þotum og setja þá í stofufangelsi þar. Loka síðan Alþingishúsinu í framhaldi og setja enska yfirmenn í helstu stjórnstöðvar landsins?

Hvaða líkur eru á því að bandalagsþjóðir hlustuðu fremur á Íslendinga en Breta, ef reynt væri að hrópa á hjálp, miðað við andrúmsloftið í svokölluðum vinaþjóðum þessar vikurnar? Þær eru varla miklar, nema þá með skilyrðum? Og hvaða skilyrðum þá?

Þær fengu yfirráð yfir öllum fiskimiðum við Ísland. Yfirráð yfir öllum virkjunum og virkjanamöguleikum, vatnsafls og jarðhita. Yfirráð yfir hreina loftinu á Íslandi. Yfirráð yfir öllu íslensku drykkjarvatni. Yfirráð yfir allri arðvænni starfssemi á Íslandi.

Í Öldinni okkar segir, frá 10. maí 1940:

,,Bretar hernema Ísland

Breskur her settur á land í Reykjavík í nótt

Á örskammri stundu hafði liðið dreift sér um allan miðbæinn.

Einhver fyrst hópurinn, sem á land kom , fór rakleitt að húsi landsímans og útvarpsins og tóku það á sitt vald.“

Já, hvað ef?

Eitt andsvar við „Hvað ef Bretarnir hertaka Ísland?“

  1. Já Óli það eru mjög skiptar skoðanir á þessum málum öllum. Ég hef miklar efasemdir um að evrópusambandið leysi okkar vanda, ekki síður eftir hvernig þeir hafa komið framm siðustu vikur. Að mörgu leiti hefur ees samningurinn verið okkur erfiður. Og svo eru það Englendingarnir þeir hafa gegn um aldirnar kúgað þjóðir sem hafa átt erfitt. Ég hefði viljað að þeim hefði verið sýnd meiri ákveðni þegar þeir beittu hryðjuverkalögum á Íslendinga. Það átti að kalla sendiherrann heim og setja viðskiptabann á þá. Kveðja.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.