Þessa litlu frásögu rak á fjörurnar um helgina. Stenst ekki mátið að birta hana hér:
„Um daginn, til dæmis, fórum við hjónin niður í bæ og versluðum lítið eitt. Við vorum ekki nema fimm mínútur inni í búðinni. Svo þegar við komum út, var lögregluþjónn að skrifa sektarmiða.
Við gengum rakleitt til hans og ég spurði hvort hann væri ekki til í að gefa eldri borgurum landsins smá séns. Hann lét sem hann sæi okkur ekki og hélt áfram að skrifa sektarmiðann, rétt eins og við værum ekki til. Ég kallaði hann Nasistalöggu, möppudýr, fant og fúlmenni. Hann rétt leit til mín, greinilega öskureiður og skrifaði annan sektarmiða, því bíllinn var á of slitnum dekkjum.
Þá kallaði konan mín hann öllum illum nöfnum, svo sem skíthaus, hálfvita, sauðnaut og valdhrokagikk. Hann kláraði að skrifa seinni miðann og bætti honum undir rúðuþurrkuna. Svo tók hann til við að skrifa þriðja sektarmiðann, því bíllinn var óskoðaður. Svona leið næsta korterið. Við úthúðuðum lögreglumanninum og hann nánast fjölritaði sektarmiðana og stakk þeim þegjandi og hljóðalaust undir rúðuþurrkuna. En fjári var hann orðinn rauður í framan.
Okkur var slétt sama. Við erum löngu hætt að keyra bíl, komum með strætó í bæinn. En við grípum hvert einasta tækifæri sem gefst til að skemmta okkur svolítið. Það er svo mikilvægt fyrir fólk á okkar aldri.“