Þessvegna er búið að loka Bánkanum

Rektor Skálholtsskóla sendi mér þessar dásamlegu tilvitnanir í bækur Halldórs Kiljans Laxness fyrir stundu. Stenst ekki freistinguna að deila þeim. Þær eru innan gæsalappa!

„Vinur, sagði Annar Heldrimaður og faðmaði skáldið. Það er búið að loka Bánkanum. Einglendíngar hafa lokað Bánkanum. Það var og, sagði skáldið. Og hvernig stendur á því að einglendíngar hafa lokað Bánkanum, sagði Annar Heldrimaður. Það er af því að það eru aungvir peníngar leingur í Bánkanum. Júel er búinn að tæma Bánkann. Júel er búinn að sólunda öllu því fé sem einglendíngar lánuðu þessari ógæfusömu þjóð af hjartagæsku. Júel hefur sökt öllu fé einglendínga útí hafsauga. Þessvegna er búið að loka Bánkanum.“
Heimsljós. Halldór Kiljan Laxness

Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?
Og svarað: „Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér“
Kristnihald undir Jökli. Halldór Kiljan Laxness.

Eitt andsvar við „Þessvegna er búið að loka Bánkanum“

  1. Þetta er ótrúlega kómískt. Alltaf verið mikill og heitur aðdáandi Laxness en að hafði ekki gert mér grein fyrir að væri okkar íslenski Nostradamus! Algjör snilld!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.