Fyrsti pistill 2008 – Orð eru dýr

„Hvað sem öllu líður vil ég biðja menn
að fara varlega með orð
þau geta sprungið
og þó er hitt öllu hættulegra
það getur vöknað í púðrinu.“

Línurnar hér fyrir ofan eru úr ljóðinu Orð, eftir Sigfús Daðason. Fyrsta erindi ljóðsins hefst þannig:

„Orð
ég segi alltaf færri og færri orð
enda hafði ég lengi á þeim illan bifur.
Tign mannsins segja þeir
þó þeir geri sér ekki ljóst að orð eru dýr
né með hverju þeir geti borgað.“
——

Það er vissulega rétt að menn umgangast orð af mismunandi smekkvísi. Mismunandi virðingu. Þá eru og sum orð dýrari en önnur. Það fer meðal annars eftir hugsuninni sem þau móta og merkingunni sem flyst með þeim á milli fólks.

Ég á mér uppáhalds orð. Í huga mínum búa þau yfir meiri visku og dýpri merkingu en sjást í fljótu bragði. Fyrir þá sem þau opna sig fyrir, hafa þau gildi allt þeirra líf. Læt ég þau fylgja hér með ásamt bestu óskum um farsælt ár til allra manna.

Ἐν ἀρχῇ ἦν ὁ λόγος,
καὶ ὁ λόγος ἦν πρὸς τὸν θεόν, καὶ θεὸς ἦν ὁ λόγος.
οὗτος ἦν ἐν ἀρχῇ πρὸς τὸν θεόν.
πάντα δι’ αὐτοῦ ἐγένετο, καὶ χωρὶς αὐτοῦ ἐγένετο οὐδὲ
ἕν ὃ γέγονεν.
ἐν αὐτῷ ζωὴ ἦν, καὶ ἡ ζωὴ ἦν τὸ φῶς τῶν ἀνθρώπων:
καὶ τὸ φῶς ἐν τῇ σκοτίᾳ φαίνει, καὶ ἡ σκοτία αὐτὸ οὐ κατέλαβεν.

Í upphafi var Orðið
og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð.
Hann var í upphafi hjá Guði.
Allt varð til fyrir hann, án hans varð ekki neitt
sem til er.
Í honum var líf og lífið var ljós mannanna.
Ljósið skín í myrkrinu og myrkrið tók ekki á móti því.

Eitt andsvar við „Fyrsti pistill 2008 – Orð eru dýr“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.