Ívanov – bravó, bravó

Við skemmtum okkur fjarskalega vel í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Leikararnir gerðu þetta af svo mikilli snilld, allir sem einn, svo vel og yndislega að það var eins og hjarta manns fylltist af ást til þeirra. Já, mikil feikn var gaman að sjá hópinn skila Ivanov, leikriti Antons Tsjekhovs, í leikgerð – væntanlega hópsins alls,- hafi ég skilið orð leikstjórans, Baltasars, rétt.

Lesa áfram„Ívanov – bravó, bravó“