Síðasti pistill 2007

Það verður með einföldu sniði kvöldið hjá okkur Ástu minni. Kvenbarnið borðar með okkur eins og undanfarin ár. Síðan fer það á vit félaga sinna og jafnaldra. Við gamla settið erum kvöldsvæf og hlökkum jafnan mest til þess að vakna snemma næsta dag. Það truflar samt nokkuð að fólk í nágrenninu sprengir bombur fram undir morgun. Það er fremur hvimleitt.

Lesa áfram„Síðasti pistill 2007“

Í skjóli spekinnar

Í mínu umhverfi á unglingsárunum var sá andi ríkjandi að ungt fólk ætti að vinna fremur en að hanga í skóla. Vinna hafði verið keppikefli almennings um aldaskeið svo hann ætti fyrir mat öðru hvoru. Enda var sjaldnast atvinna í boði nema fyrir lítinn hluta vinnufærs fólks.

Lesa áfram„Í skjóli spekinnar“

Ég vil syngja – Rod Steward og Sailing

Það var oft þannig, þegar við störfuðum í Samhjálp hvítasunnumanna, að vinsæl lög sem voru á allra vörum fengu mig til að gera trúaða texta og taka með í samkomu. Oft gerðist þetta á síðustu mínútunum fyrir samkomurnar. En það var segin saga að þegar textinn var kynntur og fólk heyrði að það kunni lagið þá tók það undir af mikilli gleði og þvílíku afli að við lá að þakið lyftist.

Lesa áfram„Ég vil syngja – Rod Steward og Sailing“

Hvað táknar jatan?

Skötuveislan í gær fór eins vel og best varð á kosið. Fólk dreif að um eittleytið og fljótlega hófst veislan. Skatan var vel kæst, kartöflurnar góðar og tólgin príma. Sama má segja um þrumarann. Magnþrunginn þögn lagðist yfir borðstofuna þegar fyrsta umferð var snædd.

Lesa áfram„Hvað táknar jatan?“

Með tárvotum augum

Þetta er dagur tilhlökkunar. Hann er dagur heilags Þorláks. Tilhlökkunin felst þó í skötuveislu. Fyrsta hamingjubylgjan fólst í að undirbúa skötuna, snyrta hana og skera til. Lyktin er enn á höndunum þótt ég hafi þegar sápuþvegið mér fimm sinnum. Svo tók ég til kartöflur, tólg og rúgbrauð. Bíð nú eftir klukkunni.

Lesa áfram„Með tárvotum augum“