Ég vil syngja – Rod Steward og Sailing

Það var oft þannig, þegar við störfuðum í Samhjálp hvítasunnumanna, að vinsæl lög sem voru á allra vörum fengu mig til að gera trúaða texta og taka með í samkomu. Oft gerðist þetta á síðustu mínútunum fyrir samkomurnar. En það var segin saga að þegar textinn var kynntur og fólk heyrði að það kunni lagið þá tók það undir af mikilli gleði og þvílíku afli að við lá að þakið lyftist.

Ég minnist hins fallega lags Rods Steward´s, I am Sailing. Allir samkomugestir kunnu það og gripu samstundis. Það var sungið aftur og aftur með þessum einfalda texta sem ég setti saman á leiðinni í samkomuna.

Þar sem ég veit að allir kunna lagið læt ég textann minn fylgja hér með og vænti þess að einhverjir hafi ánægju af að raula hann í svipuðu tempói og Rod Steward söng sinn texta.

Ég vil syngja, ég vil syngja,
söng míns hjarta;trúarljóð.
Jesús Kristur, hæstur herra,
hefir léð mér, trúarglóð.

Drottinn Guð minn, Drottinn Guð minn,
dýrð sé þér um eilíf ár.
Jesús Kristur, hæstur herra,
hefir burt mín strokið tár.

Ég vil fagna, ég vil fagna,
frelsi andans; syngja lag.
Jesús Kristur, hæstur herra,
hefir snert við mér í dag.

Þetta var í Þríbúðum, samkomusal Samhjálpar, Hverfisgötu 42.
Gleðileg jól.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.