Bókadagar í hrímköldum móum

Ásta hringdi heim klukkustund áður en hún losnaði úr vinnunni á föstudaginn og sagði: „Ég vil fara í sveitina.“ Í fyrstu þagði ég nokkra stund. Hún hafði nefnilega sagt um áramót að við skyldum taka það rólega heima í janúar. „Langar þig ekki í sveitina?“ spurði hún svo þegar ég svaraði engu. „Jú auðvitað. Mig langar alltaf í sveitina. Ég elda þá kjötsúpu með hraði og við borðum áður en við förum.“

Lesa áfram„Bókadagar í hrímköldum móum“