Hann er alfarinn

Janúar er á förum. Þrjátíu og einn dagur. Hann kemur aldrei aftur. Er alfarinn. Mér finnst að ég þurfi að kveðja hann virðulega. Þeim nefnilega fækkar mjög janúarmánuðunum í lífi mínu. Ungum fannst mér þeim mundi aldrei ljúka. En núna, þegar ég er búinn með svona marga, skil ég hvað fáir eru eftir.

Lesa áfram„Hann er alfarinn“