Manntafl – stjórnmál

Frá fyrstu tíð dáðist ég ævinlega að skákmönnum. Mönnum sem tefldu skák. Yfirleitt voru þetta yfirvegaðir menn, háttvísir og hugsandi. Bæði karlar og konur. Þá þótti mér alltaf sérlega flott í lok skáka, og lýsa mannviti og sjálfsstjórn, þegar menn tókust í hendur með gagnkvæmri virðingu. Örfáir menn hegðuðu sér á annan veg. Tóku tapi með vanstillingu. Manni fannst minna til þeirra koma.

Lesa áfram„Manntafl – stjórnmál“