Sveitamaður úr norðurhéruðunum

Oft hef ég sagt að Biblían sé blessuð bók. Það mun ég og gera á meðan andinn heldur hús í líkama mínum. Og af hverju segi ég aftur og aftur að Biblían sé blessuð bók? Það er af því að hún er bókin sem sagði og segir mér af Kristi Jesú. Sveitamanninum frá Galíleu. Manninum sem helgaði líf sitt smáðu fólki, krömdu fólki og mállausu og gerðist eilífur talsmaður þess.

Lesa áfram„Sveitamaður úr norðurhéruðunum“