Úr einum skáp í annan

Það er stundum veðrasamt við Horngluggann okkar Ástu. Uppi á sjöundu. Það á nú samt eingöngu við veðrið fyrir utan. Það var slæmt í morgun. En inni ræddum við andlát vina okkar, en fjórir þeirra féllu frá á síðustu tveim mánuðum ársins 2005. Fólk sem hafði verið samferða okkur um árabil og mótað landslag í huga okkar. Og var okkur kært. Við rifjuðum upp samvistir við þessa látnu vini, örlög manna og „undarlegt ferðalag.“

Lesa áfram„Úr einum skáp í annan“

Hávegir orðsins

Einu sinni enn fyllist hugur minn þakklæti til þeirra einstaklinga sem helguðu sig og helga sig þýðingastörfum. Vil taka svo sterkt til orða að segja að þeir séu með verðmætustu gjöfum Guðs til íslensku þjóðarinnar. Hvar ætli menning hennar væri á vegi stödd, nyti ekki þýðinga við. Það fara nöturlegar myndir í gegnum hugann við þá vangaveltu.

Lesa áfram„Hávegir orðsins“

Áramót – tímamót

Við horfum til baka og reynum að læra af því sem við sjáum. Við horfum fram og reynum að gera betur en á liðnu ári. Oftast er hægt að gera betur. Til þess er þó nauðsynlegt að skoða sjálfan sig, hug sinn og hugsun, gagnrýnum augum. Hugurinn er nefnilega vandmeðfarinn staður. Fleiri mættu leggja sig eftir auknum skilningi á eigin hug. Horfa inn. Hvaða stöðu sem þeir eru í.

Lesa áfram„Áramót – tímamót“