Það er vandi að fjalla um mannelsku og mannelskandi anda. Orðræða nútímans flokkar slíka umfjöllun undir viðkvæmni og eða væmni. En Guði sé lof fyrir að stöku sinnum verða á vegi manns einstaklingar sem slíkur andi býr í. Helgi Jósefsson var einn sárafárra. Maður elskunnar. Mildi og meðlíðan voru persónueinkenni hans. Nærvera hans hlý, kyrr og sefandi. Ólík anda og andþrengslum nútímans.