Einföld strik og fáir litir

Stundum raða góðir dagar sér upp og umlykja fólk. Þá er góður tími. Það er samt misjafnt hvað gerir daga góða. Hjá flóknum og margbrotnum sálum þarf vafalaust margháttuð atriði til að gera daga góða. Okkur hinum nægja einföld strik og fáir litir. Síðustu dagar hafa einmitt verið slíkir í mínu umhverfi og innri maðurinn brosir drjúgur með sig þegar orð Prédikarans um vondu dagana missa gildi sitt um hríð, þótt sígild séu.

Lesa áfram„Einföld strik og fáir litir“