Tungutal í BYKO

Kom við í BYKO. Á oft erindi þangað. Þó ekki sé nema til þess að skoða nýjungar í verkfærum. Kaupi gjarnan skrúfjárn eða þjöl. Eins og börnin í gamla daga keyptu sér Matchbox bíla ef þeim áskotnuðust fáeinir aurar. Það er afar ánægjulegt. Framleiðendur eru svo elskulegir að hafa tólin í fallegum litum, djúpgrænum, bláum og rauðum. Þau dýrari tekur maður upp og vegur í hendi og mundar, leggur síðan frá sér aftur. Og kinkar kolli.

Lesa áfram„Tungutal í BYKO“

Þrír vinir í tónum og textum

Þrjú atriði á tónlistarhátíð í gær glöddu öðrum fremur. Þannig gerist gjarnan þegar vinir fá viðurkenningu. Í gær fengu þrír af vinum mínum viðurkenningu. Þegar ég segi vini þá er ég að tala um lög, tóna, texta og flutning sem áður höfðu hrifið mig og sest að í hugarfylgsninu. Þessum stað sem svo flókið er að staðsetja.

Lesa áfram„Þrír vinir í tónum og textum“