Tvö stórmál vikunnar

Tvö mál hafa vakið athygli framar öðrum þessa vikuna. Í fyrsta lagi er um að ræða blaðamennsku DV. Ekki er nema eðlilegt að þjóðin kveini yfir aðferðum blaðsins. Aðferðum sem eiga rót sína í fégræðgi. Og ekki hvað síst þegar hún er ættuð frá mönnum sem eiga fúlgur af peningum. Rökfærslur ritstjóranna til að réttlæta aðferðir sínar eru bull. Áhugi þeirra á því sem þeir kalla sannleika er ósannur. Þeir eyðileggja meira en þeir þykjast lagfæra. Og vita það. En dagblöð þurfa að seljast.

Lesa áfram„Tvö stórmál vikunnar“