Úr einum skáp í annan

Það er stundum veðrasamt við Horngluggann okkar Ástu. Uppi á sjöundu. Það á nú samt eingöngu við veðrið fyrir utan. Það var slæmt í morgun. En inni ræddum við andlát vina okkar, en fjórir þeirra féllu frá á síðustu tveim mánuðum ársins 2005. Fólk sem hafði verið samferða okkur um árabil og mótað landslag í huga okkar. Og var okkur kært. Við rifjuðum upp samvistir við þessa látnu vini, örlög manna og „undarlegt ferðalag.“

Lesa áfram„Úr einum skáp í annan“