Nýjar sólir og gamlar

Nú tekur þjóðin að afjóla sig. Svo er og í okkar hýbýlum. Ásta líður um húsið og safnar skrautinu saman og flokkar það. Hver flokkur á sinn kassa og hver kassi sinn geymslustað. Hún vandar starfið. Ég get vitnað um það. Hún hefir annast um að skreyta húsið okkar yfir fjörutíu og sjö fæðingarhátíðir frelsarans. Og með því glatt okkur börnin sín. Það brást aldrei. Þetta er samt dálítið öðruvísi þessi árin. Það hefur fækkað í húsinu.

Lesa áfram„Nýjar sólir og gamlar“