Og hún sagði:
		„Þér þekkið Mr. Lowell,
hann var sendiherra ykkar hér?“
Og ég sagði: „Það var áður en ég kom.“
Og hún sagði:
		„Hann strunsaði inní svefnherbergið mitt…
(Nú var hún komin að Browning.)
…strunsaði inní svefnherbergi mitt…
og sagði: „Er ég
ég bara spyr, Er ég
svo fíkinn í opinberar veislur?“
og ég gat ekki neitað því.
Shelley átti heima í þessu húsi.“
Þetta var mjög gömul frú,
ég sá hana aldrei aftur.
—
Ljóðið er eftir Esra Pound og þýtt af Helga Hálfdanarsyni.
Svo er hér annað sem langar að fljóta með.
Það er eftir Rainer Maria Rilke og einnig þýtt af Helga Hálfdanarsyni:
Tárakerið
Sum eru sett undir vín,
   og í öðrum á olían heima
umlukt íhvolfum vegg
   innanvið sniðanna flúr.
Ég sem að máli er minnst
   og mjórri hinum, skal geyma
annað, því einungis tár
   eiga sér leið í mitt búr.
Vín gerist áfengt, og enn
   mun olían skírast í keri.
Hversu mun takast með tár?
   Tár hafa þyngt mig, og flæmt
lit minn og ljóma á burt
   og með leynd einsog  móskuðu gleri
valdið mér bresti við brest,
   brákað mig síðast og tæmt.
——-
Ég hafði hugsað mér að setja inn lítið ljóð eftir sjálfan mig, en finnst ekki ég geti gert þessum listaskáldum það.
