Minning – Tryggvi Rúnar Leifsson

Sagan endurtekur sig. Góður kunningi fellur frá. Um aldur fram. Óþægileg viðbrögð við andlátsfregninni grípa hugann. Svo hress sem hann var síðast þegar við hittumst og jákvæður. Og vinsemdin geislaði af honum.

Öll okkar samskipti um langt árabil einkenndust af vinsemd. Gagnkvæmu trausti og vinsemd. Við ræddum ævinlega jákvæðu þætti lífsins og möguleika manna í glímunni við það. Auðvitað er lífið glíma. Það vita allir menn. Og brekkurnar mismunandi brattar. En margslungin lífsreynsla eykur við manninn.

Við áttum sameiginlegt tungutak um trúmál. Höfðum jákvæð viðhorf til Krists, höfundar trúar okkar. Fundum hjá honum og í orðum hans griðastað. Það er ánægjulegt að eiga kunningja eins og Tryggvi var. Þegar við hittumst á förnum vegi breyttist staðurinn í einskonar biblíulegt Elím. Og alltaf þegar nafn hans bar á góma hlýnaði í hjartaborginni. Þannig mun það verða áfram þótt Tryggvi sé „farinn burt til síns eilífðarhúss og andinn til Guðs sem gaf hann.“

Tryggvi Rúnar og Sjöfn. Þau voru oft nefnd samtímis. Lifðu lífinu saman um langt árabil. Og þrátt fyrir einstaka króka á leiðinni virtist líf þeirra samtvinnað af ást. Nú harmar Sjöfn sinn maka og syrgir. Sporin þung.

Tungan á sér fátt til ráða. En með þessum fátæklegu orðum viljum við Ásta votta Sjöfn, börnum þeirra og öðrum ástvinum einlæga samúð okkar.

Tryggvi verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag.

Eitt andsvar við „Minning – Tryggvi Rúnar Leifsson“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.